
Frakkland vann Marokkó 2-0 í undanúrslitum HM í gær og leikur til úrslita gegn Argentínu á sunnudaginn. Franska blaðið L'Equipe valdi markvörðinn Hugo Lloris sem mann leiksins og segir frammistöðu hans hafa verið óaðfinnanlega.
Lloris fékk 8 í einkunn og talað um frábæra frammistöðu hans þegar Marokkó var að herja á franska liðið.
Antoine Griezmann átti frábæran leik en þarf að sætta sig við 7 í einkunni.
Lloris fékk 8 í einkunn og talað um frábæra frammistöðu hans þegar Marokkó var að herja á franska liðið.
Antoine Griezmann átti frábæran leik en þarf að sætta sig við 7 í einkunni.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 0 Marokkó
Tveir af sóknarleikmönnum Frakklands fá hinsvegar aðeins 4 í einkunn, falleinkunn fyrir sína frammistöðu.
Olivier Giroud hefur veruð frábær á mótinu en hann fór illa með góð færi í gær áður en hann var tekinn af velli. Þá fær Ousmane Dembele einnig 4 og sagt að hann hafi ekki haft neitt fram að færa sóknarlega.
Franska blaðið er ansi grimmt í einkunnagjöf og Kylian Mbappe fær 5 þrátt fyrir að eiga stóran þátt í seinna markinu.
Athugasemdir