
Kylian Mbappe skrifaði falleg skilaboð til Achraf Hakimi eftir að þeir áttust við í viðureign Frakklands og Marokkó í gær þar sem Frakkland fór með sigur af hólmi og spilar til úrslita gegn Argentínu.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 0 Marokkó
Mbappe og Hakimi eru liðsfélagar hjá franska liðinu PSG en Walid Regragui þjálfari Marokkó lét Hakimi verjast Mbappe allan leikinn.
„Hann þekkir Mbappe betur en ég, hann æfir með honum á hverjum degi," sagði Regragui um Hakimi.
Mbappe og Hakimi hittust eftir leik og skiptust á treyjum og Mbappe huggaði liðsfélaga sinn. Mbappe setti mynd af þeim á Twitter eftir leikinn með fallegum skilaboðum.
„Ekki vera sorgmæddur félagi, það eru allir stoltir af ykkur, þið skrifuðuð söguna," skrifaði Mbappe.
Athugasemdir