Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 16. janúar 2023 14:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endar Adam á Hlíðarenda? - „Heilmikill hiti á honum"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mikill áhugi er á Adam Ægi Pálssyni, leikmanni Víkings, frá öðrum félögum í Bestu deildinni. Í síðasta mánuði var fjallað um áhuga KA og áhuga FH á leikmanninum og um helgina var birt færsla á reikningi Dr. Football þar sem sagði að Adam færi í annað hvort Val eða FH og Víkingur væri búið að samþykkja tilboð í Adam.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, vildi ekki staðfesta að félagið hefði fengið tilboð í Adam sem er samningsbundinn félaginu.

„Mér er alltaf illa við að staðfesta eitthvað svona en það er heilmikill hiti á honum, það verður að viðurkennast. Það eru alveg einhver félög sem hafa áhuga á honum," sagði Kári.

Adam, sem er 24 ára kantmaður, átti gott tímabil á láni hjá Keflavík í fyrra og setti stoðsendingamet í efstu deild með því að leggja upp fjórtán mörk.


Athugasemdir
banner
banner