Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. janúar 2023 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Sarabia í læknisskoðun hjá Wolves á morgun
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Sky Sports greinir frá því að Pablo Sarabia muni gangast undir læknisskoðun hjá Wolves á morgun.


Spænski kantmaðurinn kemur til Úlfanna á miklu útsöluverði, eða 5 milljónum evra. Hann gerir tveggja og hálfs árs samning við úrvalsdeildarfélagið.

Sarabia er 30 ára kantmaður, með 9 mörk í 26 landsleikjum fyrir Spán, sem hefur átt erfitt uppdráttar frá komu sinni til PSG. Það hefur lítið gengið upp hjá honum í París en þar áður var hann lykilmaður í sterku liði Sevilla.

Úlfarnir eru að styrkja leikmannahópinn sinn til að forðast fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Þeir eru búnir að ráða Julen Lopetegui sem knattspyrnustjóra og eru þegar búnir að kaupa Matheus Cunha og Mario Lemina í janúarglugganum. Joao Gomes er þá á leið í læknisskoðun á svipuðum tíma og Sarabia.

Sarabia er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig leikið á vinstri kanti og í fremstu víglínu. Mögulegt er að hann muni taka pláss Goncalo Guedes í leikmannahópinum, ef Guedes verður seldur eða lánaður burt í mánuðinum.

Sarabia var í landsliðshópi Spánverja á HM í Katar en fékk aðeins að spila nokkrar mínútur á mótinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner