Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
banner
   mán 16. janúar 2023 22:08
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sigurlaust Elche náði í fimmta jafnteflið
Mynd: EPA

Cadiz 1 - 1 Elche
1-0 Brian Ocampo ('7)
1-1 Ezequiel Ponce ('81)


Cadiz og Elche mættust í eina leik kvöldsins í fallbaráttu spænska boltans og tóku heimamenn í Cadiz forystuna snemma leiks. Brian Ocampo skoraði þar sannkallað glæsimark eftir eigin hornspyrnu.

Boltinn barst aftur út til Ocampo sem plataði varnarmann upp úr skónum áður en hann þrumaði boltanum í samskeytin fjær, óverjandi fyrir markvörð gestanna. Þetta glæsilega mark má sjá með að smella hér.

Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir úr botnliði Elche voru hættulegir í síðari hálfleik og tókst að gera jöfnunarmark á 81. mínútu. Ezequiel Ponce var þar á ferð með frábærum skalla eftir flotta fyrirgjöf frá Lautaro Blanco.

Lokatölur 1-1 og er Elche áfram á botni deildarinnar með 5 stig. Cadiz er einnig í fallsæti, en þó með 16 stig eftir umferðirnar 17.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 9 4 4 21 17 +4 31
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Athletic 18 7 3 8 16 23 -7 24
8 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir