Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 16. janúar 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mathias Rosenörn gerði þriggja ára samning við Stjörnuna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski markvörðurinn Mathias Rosenörn hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna, samningurinn gildir út tímabilið 2026.

Hann er þrítugur og varði mark Keflavíkur á síðasta tímabili. Hann mun hjá Stjörnunni fara í samkeppni við Árna Snæ Ólafsson sem varði mark liðsins á síðasta tímabili.

Mathias er uppalinn hjá Esbjerg en hefur einnig leikið með Brabrand, Skive og Thisted í Danmörku. Hann varð svo færeyskur meistari með KÍ Klaksvík tímabilin 2021 og 2022. Tímabilið 2022 setti hann met þegar hann fékk einungis á sig sjö mörk í 27 leikjum í færeysku Betri deildinni.

Keflavík féll úr Bestu deildinni síðasta haust og var tilkynnt skömmu síðar að Mathias yrði ekki áfram hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner