Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   fim 16. janúar 2025 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Icelandair
Þorvaldur Örlygsson og Arnar Gunnlaugsson.
Þorvaldur Örlygsson og Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar á fréttamannafundi í dag.
Arnar á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum mjög ánægð með hann - ég, stjórn og starfsfólkið," segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net um ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara.

Í gær var það tilkynnt að Arnar væri nýr landsliðsþjálfari en hann gerir samning til 2028.

„Við höfum fylgst með Arnari undanfarin ár og það hefur heldur betur gengið vel hjá honum."

Hvað gerir hann að rétta manninum fyrir þetta starf?

„Ég held að við horfum á undanfarin ár, hvernig hann hefur höndlað sinn hóp af leikmönnum, yngri og eldri, hvernig hann hefur sett upp leikina og svo má ekki gleyma því að hann hefur náð úrslitum. Út á það gengur þetta. Við teljum hann góðan kost fyrir okkur."

Leitin tók nokkuð langan tíma en á endanum voru þrír þjálfarar boðaðir í viðtal; Arnar, Bo Henriksen og Freyr Alexandersson.

„Vissulega var þetta lengri leit fyrir þær sakir að við lentum inn í jólavertíð. Menn í fríi og annað. Það voru margir mjög skemmtilegir kostir í stöðunni. Það er gott fyrir sambandið að vita að menn hafi áhuga á starfinu. Við tókum samtal við þrjá mjög góða einstaklinga. Menn sem við töldum að allir gætu tekið við. Það æxlaðist þannig að við fórum í samtal við Arnar og hér er hann. Við tókum þá ákvörðun," segir Þorvaldur.

„Þetta tekur alltaf tíma en við gerðum þetta vel. Þetta er ánægjulegt og ég held að allir fylgjendur fótboltans á Íslandi séu ánægðir með útkomuna."

Þorvaldur spilaði með Arnari og þjálfaði hann svo hjá Fram síðar meir.

„Arnar er mjög skemmtilegur karakter. Maður þekkti hann sem leikmann, svo spilaði hann hjá mér og maður hefur nú horft á hann sem þjálfara. Það hefur verið virkilega gaman að sjá hvernig hann hefur þróað sjálfan sig og elst í sínu starfi sem þjálfari. Það er mjög gaman að því," segir Þorvaldur en náði hann að kenna honum eitthvað sem þjálfari?

„Ég veit það ekki. Arnar er svolítið þrjóskur gæi. En ég vona að hann hafi lært eitthvað," sagði formaðurinn og hló.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner