Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fim 16. janúar 2025 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Icelandair
Þorvaldur Örlygsson og Arnar Gunnlaugsson.
Þorvaldur Örlygsson og Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar á fréttamannafundi í dag.
Arnar á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum mjög ánægð með hann - ég, stjórn og starfsfólkið," segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net um ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara.

Í gær var það tilkynnt að Arnar væri nýr landsliðsþjálfari en hann gerir samning til 2028.

„Við höfum fylgst með Arnari undanfarin ár og það hefur heldur betur gengið vel hjá honum."

Hvað gerir hann að rétta manninum fyrir þetta starf?

„Ég held að við horfum á undanfarin ár, hvernig hann hefur höndlað sinn hóp af leikmönnum, yngri og eldri, hvernig hann hefur sett upp leikina og svo má ekki gleyma því að hann hefur náð úrslitum. Út á það gengur þetta. Við teljum hann góðan kost fyrir okkur."

Leitin tók nokkuð langan tíma en á endanum voru þrír þjálfarar boðaðir í viðtal; Arnar, Bo Henriksen og Freyr Alexandersson.

„Vissulega var þetta lengri leit fyrir þær sakir að við lentum inn í jólavertíð. Menn í fríi og annað. Það voru margir mjög skemmtilegir kostir í stöðunni. Það er gott fyrir sambandið að vita að menn hafi áhuga á starfinu. Við tókum samtal við þrjá mjög góða einstaklinga. Menn sem við töldum að allir gætu tekið við. Það æxlaðist þannig að við fórum í samtal við Arnar og hér er hann. Við tókum þá ákvörðun," segir Þorvaldur.

„Þetta tekur alltaf tíma en við gerðum þetta vel. Þetta er ánægjulegt og ég held að allir fylgjendur fótboltans á Íslandi séu ánægðir með útkomuna."

Þorvaldur spilaði með Arnari og þjálfaði hann svo hjá Fram síðar meir.

„Arnar er mjög skemmtilegur karakter. Maður þekkti hann sem leikmann, svo spilaði hann hjá mér og maður hefur nú horft á hann sem þjálfara. Það hefur verið virkilega gaman að sjá hvernig hann hefur þróað sjálfan sig og elst í sínu starfi sem þjálfari. Það er mjög gaman að því," segir Þorvaldur en náði hann að kenna honum eitthvað sem þjálfari?

„Ég veit það ekki. Arnar er svolítið þrjóskur gæi. En ég vona að hann hafi lært eitthvað," sagði formaðurinn og hló.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner