Það fóru sex leikir fram í efstu deild kvenna á Englandi í dag þar sem Hlín Eiríksdóttir og stöllur í Leicester unnu gífurlega mikilvægan sigur í fallbaráttunni.
Hlín var í byrjunarliði Leicester sem vann 3-0 gegn Aston Villa og er núna sex stigum fyrir ofan fallsætið.
Dagný Brynjarsdóttir kom þá inn af bekknum undir lokin í góðum sigri West Ham United gegn Brighton.
Englandsmeistarar Chelsea unnu þá nauman sigur gegn Everton til að endurheimta sjö stiga forystu á toppi ofurdeildarinnar, en Chelsea lenti undir á heimavelli og tókst ekki að sigra fyrr en í uppbótartíma þrátt fyrir að sýna yfirburði stærsta hluta leiksins.
Manchester United er í öðru sæti eftir sigur gegn botnliði Crystal Palace og kemur Arsenal í þriðja sæti eftir stórsigur í grannaslagnum gegn Tottenham.
Manchester City er að lokum í fjórða sæti eftir auðveldan sigur gegn Liverpool.
Man Utd 3 - 1 Crystal Palace
Arsenal 5 - 0 Tottenham
Chelsea 2 - 1 Everton
Leicester 3 - 0 Aston Villa
West Ham 3 - 1 Brighton
Man City 4 - 0 Liverpool
Athugasemdir