Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   mið 16. mars 2022 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svo gott sem staðfestir áhugann á Jóni Degi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær greindi Fótbolti.net frá því að Álaborg (AaB) hefði áhuga á því að fá Jón Dag Þorsteinsson á frjálsri sölu frá AGF í sumar. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áætluður fundur milli Inge Andre Olsen og umboðsmanns Jóns Dags í næstu viku.

Sjá einnig:
Álaborg hefur áhuga á Jóni Degi - Slúðrað um Bröndby

Inge er yfirmaður íþróttamála hjá AaB og var hann í viðtali við danska fjölmiðilinn Nordjyske í dag.

„Númer eitt fyrir okkur er að ná í danska leikmenn og númer tvö er að fá erlenda leikmenn sem eru þegar í Danmörku. Allir leikmenn sem spila á háu getustigi í Danmörku og eru að renna út á samningi eru á lista allra félaga," sagði Inge.

Jón Dagur hefur skorað tuttugu mörk í 95 leikjum fyrir AGF. Jón Dagur þekkir til Lars Friis, þjálfara AaB, því Friis var aðstoðarþjálfari AGF á árunum 2019-2021.

Athugasemdir
banner
banner
banner