Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 15. mars 2022 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Álaborg hefur áhuga á Jóni Degi - Slúðrað um Bröndby
Mynd: AGF
Jón Dagur Þorsteinsson verður samningslaus eftir tímabilið, samningur hans við AGF er að renna út.

Jón skrifaði undir þriggja ára samning þegar hann gekk í raðir félagsins frá Fulham árið 2019. Hann er 23 ára kantmaður og á að baki sextán leiki fyrir A-landslið Íslands.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Álaborg, AaB, áhuga á að fá Jón Dag í sínar raðir.

Samkvæmt heimildum á Inge André Olsen, yfirmaður íþróttamála hjá AaB, fund með umboðsmanni Jóns Dags í næstu viku.

Þá hefur verið skrifað á stuðningsmannasíðum Bröndby að félagið hafi áhuga á íslenska landsliðsmanninum.

Jón Dagur var ónotaður varamaður í síðasta leik AGF og gerði liðið þá einmitt jafntefli við Bröndby. AGF verður í neðra umspilinu þegar Superliga verður tvískipt eftir næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner