Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
   sun 16. mars 2025 12:29
Brynjar Ingi Erluson
Onana ekki með Man Utd vegna veikinda - 22 ára gamall Norður-Íri í markinu í kvöld?
Mynd: Man Utd
Kamerúnski markvörðurinn Andre Onana er að glíma við veikindi og verður að öllum líkindum ekki með þegar Manchester United mætir Leicester í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Manchester Evening News sé ekki klár í slaginn gegn Leicester en þegar það hefur komið upp vandamál með Onana hefur Altay Bayindir yfirleitt verið klár að leysa hann af.

Það er ekki staðan í kvöld. Bayindir er að glíma við meiðsli og þá er talið að Ruben Amorim, stjóri United, muni kalla á leikmann sem spilar með U23 ára liðinu.

Sá heitir Dermot Mee og er 22 ára gamall Norður-Íri en hann hefur verið á mála hjá félaginu síðan 2021 og æft reglulega með aðalliðinu.

Mee á ekki marga meistaraflokksleiki að baki. Hann lék árið 2022 með Altrincham í ensku utandeildinni og spilar nú með varaliði United, en útlit er fyrir að hann fái stórt tækifæri í kvöld.

Markvörðurinn, sem er fæddur í Birmingham á Englandi, á 7 landsleiki að baki með yngri landsliðum Norður-Írlands.

United heimsækir Leicester klukkan 19:00 á King Power-leikvanginn.
Athugasemdir
banner
banner