Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 19:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Bríet Fjóla með sitt fyrsta mark í sigri Þór/KA - Markalaust hjá Val og FH
Hildur Anna  fagnar markinu sínu.
Hildur Anna fagnar markinu sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Dögg Jóhannesdóttir tryggði Tindastól stigin þrjú
María Dögg Jóhannesdóttir tryggði Tindastól stigin þrjú
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þór/KA byrjar tímabilið mjög vel en liðið lagði Víking í Víkinni í kvöld.

Hin 15 ára gamala Bríet Fjóla Bjarnadóttir kom Þór/KA yfir og skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni. Hulda Ósk Jónsdóttir átti fyrirgjöf og boltinn barst til Bríetar sem skoraði.

Eva Rut Ásþórsóttir var að spila sinn fyrsta leik fyrir Þór/KA en hún var borin af velli eftir 25 mínútna leik eftir að hafa meiðst á hné, gríðarlegt áfall fyrir hana og Þór/KA.

Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir skoraði annað mark Þór/KA með skalla og aftur var Hulda Ósk arkitektinn.

Karen María SIgurgeirsdóttir fór langt með að tryggja Þór/KA stigin þrjú snemma í seinni hálfleik þegar hún skoraði með skoti af löngu færi. Bergdís Sveinsdóttir tókst að minnka muninn fyrir Víking þegar hún skoraði með skalla eftir sendingu frá Lindu Líf Boama.

Víkingur setti góða pressu á Þór/KA undir lokin en tókst ekki að bæta við mörkum. Hildur Anna Birgisdóttir innsiglaði sigur Þór/KA með skrautlegu marki.

„Margrét Árnadóttir með skot eða eiginlega bara hreinsun af einhverjum 40 metrum. Boltinn smellur í innanverðri stönginni og Hildur klárar í autt markið," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson í textalýsingu Fótbolta.net.

Tindastóll fékk nýliða FHL í heimsókn. Fyrri hálfleikurinn var opinn og skemmtilegur. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en markalaust var í hálfleik.

Tindastóll komst yfir á 71. mínútu þegar Makala Woods átti fyrirgjöf en boltinn fór í stöngina og barst til Maríu Daggar Jóhannesdóttur sem potaði boltanum í netið. FHL fékk gullið tækifæri til að jafna metin stuttu síðar. Alexia Czerwien átti skot sem Genevieve Crenshaw varði og Mikaela Nótt Pétursdóttir átti skot yfir í kjölfarið og þar við sat.

Valur fékk FH í heimsókn á Hlíðarenda. Heimakonur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en staðan var markalaus eftir 45 mínútur. Bæði lið fengu tækifæri í seinni hálfleik til að koma boltanum í netið en niðurstaðan markalaust jafntefli.

Víkingur R. 1 - 4 Þór/KA
0-1 Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('33 )
0-2 Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('38 )
0-3 Karen María Sigurgeirsdóttir ('52 )
1-3 Bergdís Sveinsdóttir ('70 )
1-4 Hildur Anna Birgisdóttir ('87 )
Lestu um leikinn

Tindastóll 1 - 0 FHL
1-0 María Dögg Jóhannesdóttir ('71 )
Lestu um leikinn

Valur 0 - 0 FH
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 1 1 0 0 6 - 1 +5 3
2.    Þór/KA 1 1 0 0 4 - 1 +3 3
3.    Þróttur R. 1 1 0 0 3 - 1 +2 3
4.    Tindastóll 1 1 0 0 1 - 0 +1 3
5.    FH 1 0 1 0 0 - 0 0 1
6.    Valur 1 0 1 0 0 - 0 0 1
7.    FHL 1 0 0 1 0 - 1 -1 0
8.    Fram 1 0 0 1 1 - 3 -2 0
9.    Víkingur R. 1 0 0 1 1 - 4 -3 0
10.    Stjarnan 1 0 0 1 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner