Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   mið 16. apríl 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guirassy bætti met Haaland og Lewandowski
Mynd: EPA
Serhou Guirassy fór hamförum gegn Barcelona í gær og skoraði þrennu í 3-1 sigri.

Sigurinn dugði þó ekki til því Barcelona fer áfram í undanúrslit eftir samanlagðan 5-3 sigur.

Guirassy skoraði 13 mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu og er markahæstur í keppninni sem stendur. Raphinha hefur skorað tólf, Lewandowski ellefu og Harry Kane tíu.

Guirassy bætti hins vegar met en enginn leikmaður Dortmund hefur skorað jafn mörg mörk í keppninni. Robert Lewandowski skoraði mest tíu mörk í búningi Dortmund og Erling Haaland skoraði einnig tíu mörk.
Athugasemdir
banner
banner