Víkingur vann frábæran 3-0 sigur á Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
Smelltu hér til að lesa textalýsingu frá leiknum.
Smelltu hér til að lesa textalýsingu frá leiknum.
Það var rætt um leikinn í hlaðvarpinu Dr Football í kvöld og þar var komið inn á það að Víkingar hefðu verið með leiðtoga inn á vellinum, leikmenn sem er leiðinlegt að mæta en það hafi ekki verið í Blikaliðinu.
Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Blika og núverandi leikmaður Fylkis, var í þættinum. Hann telur að það sé ekki pláss fyrir stóra karaktera í leikmannahópi Óskars Hrafns Þorvaldssonar.
„Þeir eru með þjálfara inn á vellinum, leiðtoga: Kára Árnason," sagði Kristján Óli Sigurðsson. „Hann er langbesti hafsentinn í deildinni. Hann byrjaði að fara í Mikkelsen af alvöru ákefð fyrsta korterið. Hann er mættur til að láta hann vita að hann sé ekki að fara að skora í kvöld. Öll lið þurfa að hafa svona gæja, og það var ekki einn svona gæi í Breiðablik í kvöld."
„Ég held að þetta sé geggjaður punktur því það er annar gaur svona hjá Víkingi. Pablo Punyed," sagði Arnar Sveinn. „Hann er leiðtogi inn á vellinum og setur mark sitt strax á leikinn. Þetta er einn mest óþolandi og grófasti leikmaður sem ég hef mætt á velli, hann er óþolandi inn á velli. Þér finnst ömurlegt að spila á móti honum en mikið held ég að Víkingarnir séu ánægðir að hafa hann."
Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi, kom þá inn á það að Arnar væri sjálfur óþolandi á velli en það væri ekki pláss fyrir þannig leikmenn í Breiðablik.
„Nei. Það var annar leikmaður sem er líka óþolandi sem þurfti að víkja. Við fórum á svipuðum tíma," sagði Arnar og var þá líklega að tala um Guðjón Pétur Lýðsson, núverandi leikmann ÍBV. „Ef þú lítur yfir Blikaliðið í dag, þá er þetta ótrúlega bitlaust."
Í Dr Football frá 3. maí talaði Arnar á svipuðum nótum. Hann var þá spurður af hverju sigurvegarar eins og hann og Guðjón Pétur væru látnir fara. Þá sagði hann: „Það verður hver að finna út úr því. Ég held að það hafi einfaldlega verið að karakterar í hópnum voru ekki sérstaklega velkomnir. Það átti að fara eftir sérstakri formúlu sem allir áttu að beygja sig undir. Bara áfram gakk í eina átt. Það er mjög gott en þú verður líka að hafa menn sem segja sína skoðun."
Hvað er að í Kópavogi?https://t.co/7AeHxAtu9p
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) May 16, 2021
Athugasemdir