Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. maí 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dybala skiptir um félag í sumar (Staðfest)
Mynd: EPA

Argentínski fótboltasnillingurinn Paulo Dybala er búinn að staðfesta að hann verður ekki áfram hjá Juventus á næstu leiktíð.


Dybala, sem hefur borið fyrirliðaband Juve í nokkrum leikjum, fær að skipta um félag á frjálsri sölu eftir 115 mörk á sjö árum hjá Juve.

Dybala er 28 ára gamall og gríðarlega eftirsóttur af nokkrum af stærstu félögum Evrópu.

Inter, Arsenal og Manchester United eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Dybala og ljóst að hann getur valið á milli margra vinnuveitenda.

Dybala er búinn að kveðja stuðningsmenn Juve á Instagram en þeir eru langt frá því að vera sáttir með orðróm sem segir framherjann vera á leið til erkifjendanna í Inter.


Athugasemdir
banner
banner