
Kanadíska landsliðskonan Cloé Lacasse, sem var lykilmaður í liði ÍBV frá 2015 til 2019, hefur verið valin sem besti leikmaður portúgölsku deildarinnar.
Lacasse, sem á þrítugsafmæli í júlí, raðaði inn mörkunum með ÍBV áður en hún skipti yfir til Benfica. Hún bætti enn frekar í markaskorunina þegar komið var til Benfica og hefur unnið portúgölsku deildina á hverju ári frá komu sinni til félagsins.
Hún var markahæst í deildinni á sínu fyrsta tímabili og hefur núna verið valin sem besti leikmaður tímabilsins 2022-23.
Lacasse var valin í kjöri leikmanna og því eru það kollegar hennar sem telja hana hafa verið besta leikmann deildarinnar.
Muito obrigada a todas as minhas colegas de equipas, ao staff e a todos os benfiquistas! Esta conquista é de todos! ?????????? https://t.co/XEYwQAsl4l
— Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) May 16, 2023