Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fim 16. maí 2024 22:18
Anton Freyr Jónsson
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara vonbrigði að detta út úr bikarnum og þreytandi." voru fyrstu viðbrögð Ómars Inga Guðmundssonar þjálfara HK eftir 3-1 tapið á Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. 

„Við urðum passívir og fórum einhverneigin að verja forystuna sem við vorum ekki að gera í síðustu deildarleikjum, féllum aðeins of langt frá sóknarmönnunum þeirra, gáfum þeim aðeins of mikin tíma á boltann og gáfum of mikið af tækifærum á að gefa pressulausar sendingar inn fyrir okkur og á móti Fylki og þennan hraða þá er það eitthvað sem er ekki hægt að komast upp með."


Arnar Freyr Ólafsson var á bekknum hjá HK og Stefán Stefánsson varði mark HK í kvöld og gerði hann sig sekan um tvö slæm mistök í mörkum Fylkis í dag.

„Hann átti eins og liðið erfiðar fimmtán mínútur þarna í fyrri hálfleiknum og veit að hann er fyrstur til að segja að hann vildi gera betur sérstaklega þarna í fyrsta markinu. Þetta getur komið fyrir hvern sem er sama hvað hann er búin að spila marga leiki að renna en fyrir utan það þá átti hann fínar vörslur og þokkalega öruggur í fótunum og annað en ég held að hann sé sárastur með þetta mark sérstaklega."

Ómar Ingi Guðmundsson gerði nokkuð margar breytingar fyrir utan markmannsbreytinguna. Leifur Andri Leifsson og Arnþór Ari Atlason voru báðir hvíldir í dag og ekki í leikmannahóp HK í kvöld. 

„Arnþór er búin að vera slæmur í hælnum og hljóp einhverja fjórtán kílómetra í síðasta leik þannig við vildum ekki taka áhættuna á honum í dag og sama með Leif í rauninni, hann hefur ekkert spilað mikið í bikarnum síðustu ár. Við þurftum að gefa þeim smá hvíld og þurftum líka að sjá aðra leikmenn spila, bæði í kerfinu og líka að spila á móti Bestu deildar liði. Við erum með nokkra leikmenn sem höfum kannski ekki geta gefið tækifæri í síðustu leikjum og þurftum aðeins að fá einhver svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og við ákváðum að nota bikarinn í það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner