Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 16. maí 2024 22:18
Anton Freyr Jónsson
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara vonbrigði að detta út úr bikarnum og þreytandi." voru fyrstu viðbrögð Ómars Inga Guðmundssonar þjálfara HK eftir 3-1 tapið á Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. 

„Við urðum passívir og fórum einhverneigin að verja forystuna sem við vorum ekki að gera í síðustu deildarleikjum, féllum aðeins of langt frá sóknarmönnunum þeirra, gáfum þeim aðeins of mikin tíma á boltann og gáfum of mikið af tækifærum á að gefa pressulausar sendingar inn fyrir okkur og á móti Fylki og þennan hraða þá er það eitthvað sem er ekki hægt að komast upp með."


Arnar Freyr Ólafsson var á bekknum hjá HK og Stefán Stefánsson varði mark HK í kvöld og gerði hann sig sekan um tvö slæm mistök í mörkum Fylkis í dag.

„Hann átti eins og liðið erfiðar fimmtán mínútur þarna í fyrri hálfleiknum og veit að hann er fyrstur til að segja að hann vildi gera betur sérstaklega þarna í fyrsta markinu. Þetta getur komið fyrir hvern sem er sama hvað hann er búin að spila marga leiki að renna en fyrir utan það þá átti hann fínar vörslur og þokkalega öruggur í fótunum og annað en ég held að hann sé sárastur með þetta mark sérstaklega."

Ómar Ingi Guðmundsson gerði nokkuð margar breytingar fyrir utan markmannsbreytinguna. Leifur Andri Leifsson og Arnþór Ari Atlason voru báðir hvíldir í dag og ekki í leikmannahóp HK í kvöld. 

„Arnþór er búin að vera slæmur í hælnum og hljóp einhverja fjórtán kílómetra í síðasta leik þannig við vildum ekki taka áhættuna á honum í dag og sama með Leif í rauninni, hann hefur ekkert spilað mikið í bikarnum síðustu ár. Við þurftum að gefa þeim smá hvíld og þurftum líka að sjá aðra leikmenn spila, bæði í kerfinu og líka að spila á móti Bestu deildar liði. Við erum með nokkra leikmenn sem höfum kannski ekki geta gefið tækifæri í síðustu leikjum og þurftum aðeins að fá einhver svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og við ákváðum að nota bikarinn í það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner