Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 16. maí 2024 22:18
Anton Freyr Jónsson
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara vonbrigði að detta út úr bikarnum og þreytandi." voru fyrstu viðbrögð Ómars Inga Guðmundssonar þjálfara HK eftir 3-1 tapið á Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. 

„Við urðum passívir og fórum einhverneigin að verja forystuna sem við vorum ekki að gera í síðustu deildarleikjum, féllum aðeins of langt frá sóknarmönnunum þeirra, gáfum þeim aðeins of mikin tíma á boltann og gáfum of mikið af tækifærum á að gefa pressulausar sendingar inn fyrir okkur og á móti Fylki og þennan hraða þá er það eitthvað sem er ekki hægt að komast upp með."


Arnar Freyr Ólafsson var á bekknum hjá HK og Stefán Stefánsson varði mark HK í kvöld og gerði hann sig sekan um tvö slæm mistök í mörkum Fylkis í dag.

„Hann átti eins og liðið erfiðar fimmtán mínútur þarna í fyrri hálfleiknum og veit að hann er fyrstur til að segja að hann vildi gera betur sérstaklega þarna í fyrsta markinu. Þetta getur komið fyrir hvern sem er sama hvað hann er búin að spila marga leiki að renna en fyrir utan það þá átti hann fínar vörslur og þokkalega öruggur í fótunum og annað en ég held að hann sé sárastur með þetta mark sérstaklega."

Ómar Ingi Guðmundsson gerði nokkuð margar breytingar fyrir utan markmannsbreytinguna. Leifur Andri Leifsson og Arnþór Ari Atlason voru báðir hvíldir í dag og ekki í leikmannahóp HK í kvöld. 

„Arnþór er búin að vera slæmur í hælnum og hljóp einhverja fjórtán kílómetra í síðasta leik þannig við vildum ekki taka áhættuna á honum í dag og sama með Leif í rauninni, hann hefur ekkert spilað mikið í bikarnum síðustu ár. Við þurftum að gefa þeim smá hvíld og þurftum líka að sjá aðra leikmenn spila, bæði í kerfinu og líka að spila á móti Bestu deildar liði. Við erum með nokkra leikmenn sem höfum kannski ekki geta gefið tækifæri í síðustu leikjum og þurftum aðeins að fá einhver svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og við ákváðum að nota bikarinn í það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner