Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fim 16. maí 2024 22:18
Anton Freyr Jónsson
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara vonbrigði að detta út úr bikarnum og þreytandi." voru fyrstu viðbrögð Ómars Inga Guðmundssonar þjálfara HK eftir 3-1 tapið á Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. 

„Við urðum passívir og fórum einhverneigin að verja forystuna sem við vorum ekki að gera í síðustu deildarleikjum, féllum aðeins of langt frá sóknarmönnunum þeirra, gáfum þeim aðeins of mikin tíma á boltann og gáfum of mikið af tækifærum á að gefa pressulausar sendingar inn fyrir okkur og á móti Fylki og þennan hraða þá er það eitthvað sem er ekki hægt að komast upp með."


Arnar Freyr Ólafsson var á bekknum hjá HK og Stefán Stefánsson varði mark HK í kvöld og gerði hann sig sekan um tvö slæm mistök í mörkum Fylkis í dag.

„Hann átti eins og liðið erfiðar fimmtán mínútur þarna í fyrri hálfleiknum og veit að hann er fyrstur til að segja að hann vildi gera betur sérstaklega þarna í fyrsta markinu. Þetta getur komið fyrir hvern sem er sama hvað hann er búin að spila marga leiki að renna en fyrir utan það þá átti hann fínar vörslur og þokkalega öruggur í fótunum og annað en ég held að hann sé sárastur með þetta mark sérstaklega."

Ómar Ingi Guðmundsson gerði nokkuð margar breytingar fyrir utan markmannsbreytinguna. Leifur Andri Leifsson og Arnþór Ari Atlason voru báðir hvíldir í dag og ekki í leikmannahóp HK í kvöld. 

„Arnþór er búin að vera slæmur í hælnum og hljóp einhverja fjórtán kílómetra í síðasta leik þannig við vildum ekki taka áhættuna á honum í dag og sama með Leif í rauninni, hann hefur ekkert spilað mikið í bikarnum síðustu ár. Við þurftum að gefa þeim smá hvíld og þurftum líka að sjá aðra leikmenn spila, bæði í kerfinu og líka að spila á móti Bestu deildar liði. Við erum með nokkra leikmenn sem höfum kannski ekki geta gefið tækifæri í síðustu leikjum og þurftum aðeins að fá einhver svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og við ákváðum að nota bikarinn í það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner