Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fim 16. maí 2024 22:18
Anton Freyr Jónsson
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Ómar Ingi, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara vonbrigði að detta út úr bikarnum og þreytandi." voru fyrstu viðbrögð Ómars Inga Guðmundssonar þjálfara HK eftir 3-1 tapið á Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. 

„Við urðum passívir og fórum einhverneigin að verja forystuna sem við vorum ekki að gera í síðustu deildarleikjum, féllum aðeins of langt frá sóknarmönnunum þeirra, gáfum þeim aðeins of mikin tíma á boltann og gáfum of mikið af tækifærum á að gefa pressulausar sendingar inn fyrir okkur og á móti Fylki og þennan hraða þá er það eitthvað sem er ekki hægt að komast upp með."


Arnar Freyr Ólafsson var á bekknum hjá HK og Stefán Stefánsson varði mark HK í kvöld og gerði hann sig sekan um tvö slæm mistök í mörkum Fylkis í dag.

„Hann átti eins og liðið erfiðar fimmtán mínútur þarna í fyrri hálfleiknum og veit að hann er fyrstur til að segja að hann vildi gera betur sérstaklega þarna í fyrsta markinu. Þetta getur komið fyrir hvern sem er sama hvað hann er búin að spila marga leiki að renna en fyrir utan það þá átti hann fínar vörslur og þokkalega öruggur í fótunum og annað en ég held að hann sé sárastur með þetta mark sérstaklega."

Ómar Ingi Guðmundsson gerði nokkuð margar breytingar fyrir utan markmannsbreytinguna. Leifur Andri Leifsson og Arnþór Ari Atlason voru báðir hvíldir í dag og ekki í leikmannahóp HK í kvöld. 

„Arnþór er búin að vera slæmur í hælnum og hljóp einhverja fjórtán kílómetra í síðasta leik þannig við vildum ekki taka áhættuna á honum í dag og sama með Leif í rauninni, hann hefur ekkert spilað mikið í bikarnum síðustu ár. Við þurftum að gefa þeim smá hvíld og þurftum líka að sjá aðra leikmenn spila, bæði í kerfinu og líka að spila á móti Bestu deildar liði. Við erum með nokkra leikmenn sem höfum kannski ekki geta gefið tækifæri í síðustu leikjum og þurftum aðeins að fá einhver svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og við ákváðum að nota bikarinn í það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner