Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 13:28
Brynjar Ingi Erluson
Szoboszlai með stórfenglegt mark í tapi Liverpool - Matar Sarr með tvennu
Dominik Szoboszlai skoraði draumamark
Dominik Szoboszlai skoraði draumamark
Mynd: EPA
Pape Matar Sarr skoraði tvennu fyrir Tottenham
Pape Matar Sarr skoraði tvennu fyrir Tottenham
Mynd: EPA
Liverpool tapaði fyrir AC Milan, 4-2, í æfingaleik í Hong Kong í dag.

Portúgalinn Rafael Leao skoraði frábært mark á 10. mínútu leiksins eftir hraða skyndisókn en rúmum stundarfjórðungi síðar jafnaði Dominik Szoboszlai með sturluðu marki.

Hann fékk boltann frá hinum 16 ára gamla Rio Ngumoha og vippaði boltanum efst í hægra hornið. Mike Maignan gersamlega sigraður á milli stanganna.

Florian Wirtz var í byrjunarliði Liverpool og bauð upp á skemmtilega takta í leiknum, en hann fór af velli í hálfleik ásamt átta öðrum leikmönnum.

Ruben Loftus-Cheek og Noah Okafor skoruðu tvö fyrir Milan á átta mínútum um miðjan síðari hálfleikinn áður en Cody Gakpo minnkaði muninn með skalla. Okafor náði inn öðru marki sínu stuttu síðar og lokatölur 4-2, Milan í vil.

Liverpool mætir næst Yokohama F. Marinos eftir fjóra daga áður en liðið heldur aftur heim til Englands.



Pape Matar Sarr skoraði bæði mörkin er Tottenham gerði 2-2 jafntefli við Wycombe Wanderers.

Heung-Min Son, sem hefur verið orðaður frá Tottenham, var í byrjunarliðinu.

Liverpool 1 - 3 Milan
0-1 Rafael Leao ('10 )
1-1 Dominik Szoboszlai ('26 )
1-2 Ruben Loftus-Cheek ('52 )
1-3 Noah Okafor ('60 )

Tottenham 2 - 2 Wycombe
1-0 Pape Matar Sarr ('14 )
1-1 Armando Quitirna ('32 )
1-2 Armando Quitirna ('50 )
2-2 Pape Matar Sarr ('66 )
Athugasemdir
banner