Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
banner
   lau 26. júlí 2025 13:45
Brynjar Ingi Erluson
Galatasaray í sókn - Leggja fram tilboð í Donnarumma
Mynd: EPA
Tyrkneska félagið Galatasaray hefur lagt fram tilboð í Gianluigi Donnarumma, markvörð Paris Saint-Germain og ítalska landsliðsins, en þetta segir Footmercato í dag.

Galatasaray er að ganga frá kaupum á nígeríska framherjanum Victor Osimhen frá Napoli fyrir 75 milljónir evra og ætlar félagið að halda áfram að spreða peningunum.

Footmercato segir að Galatasaray, sem hefur verið í leit að markverði í allt sumar, hafi lagt fram tilboð í Donnarumma.

Donnarumma er 26 ára gamall og varð Evrópumeistari með PSG á síðustu leiktíð.

Hann er einn besti markvörður heims þessa stundina, en hann á aðeins ár eftir af samningnum hjá PSG og er talinn ágætis möguleiki á að hann fari.

Stærstu félög Evrópu hafa sýnt Donnarumma áhuga en Galatasaray ætlar að vera fyrri til og reyna að klófesta ítalska landsliðsmarkvörðinn. Tilboð er komið á borðið, en upphæðin er ekki nefnd.

Það er nóg til hjá tyrkneska félaginu eftir að félagið seldi æfingaaðstöðu sína fyrir 300 milljónir evra og má búast við því að félagið reyni að sækja fleiri stórnöfn áður en tímabilið fer af stað.
Athugasemdir
banner
banner