Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 12:45
Brynjar Ingi Erluson
Isak vill aðeins fara til Liverpool - Hafnar Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak vill aðeins fara til Liverpool í sumarglugganum en þetta fullyrðir ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.

Síðasta árið hefur Newcastle staðið fast á því að Isak sé ekki til sölu, en hálfpartinn útilokaði þann möguleika með því að nefna 150 milljóna punda verðmiða.

Afstaða félagsins gæti verið breytt núna eftir að Isak tjáði félaginu að hann vildi skoða þann möguleika að fara í sumar.

Liverpool leiðir kapphlaupið og samkvæmt Romano er það eina félagið sem Isak vill semja við.

Enskir miðlar hafa skrifað um áhuga frá félögum í Sádi-Arabíu, en það kemur ekki til greina fyrir framherjann að fara þangað. Hann vill halda áfram að spila á hæsta stigi í Evrópu.

Á næstu dögum mun Liverpool leggja fram fyrsta tilboð í Isak, sem mun nema um 120 milljónum punda og munu Englandsmeistaranir þá fá að vita hvort Newcastle sé tilbúið að ganga að samningaborði.

Newcastle er á höttunum eftir sóknarmanni ef ske kynni að Isak fari í sumar. Benjamin Sesko hjá Leipzig og Jörgen Strand Larsen hjá Wolves eru sagðir efstir á blaði.
Athugasemdir
banner