Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 14:45
Brynjar Ingi Erluson
Benfica ætlar að fá Joao Felix aftur heim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalska félagið Benfica er að vinna í því að fá Joao Felix aftur heim til félagsins.

Felix er 25 ára gamall og var titlaður sem næsta stórstjarna Portúgals fyrir sex árum.

Atlético Madríd keypti hann fyrir 127 milljónir evra og átti hann margar góðar rispur, en hefur engan veginn tekist að uppfylla þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Síðustu ár hefur hann flakkað um á láni hjá Chelsea og Barcelona áður en Lundúnafélagið keypti hann frá Atlético á síðasta ári fyrir 52 milljónir evra.

Hann var lánaður til AC Milan síðari hluta síðustu leiktíðar þar sem hann lék 21 leik og skoraði þrjú mörk áður en hann sneri aftur til Chelsea.

Sky segir að Benfica sé að vinna hörðum höndum að því að fá hann aftur til félagsins. Felix er sjálfur búinn að gefa samþykki sitt og er talið að Chelsea sé viljugt að leyfa honum að fara.

Það er því góður möguleiki á að Felix snúi aftur í heimahagana í Portúgal.
Athugasemdir
banner