Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 12:15
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Brentford tjáir sig um Wissa - „Þetta er mjög einfalt“
Mynd: EPA
Yoane Wissa, leikmaður Brentford, yfirgaf æfingabúðir félagsins í Portúgal og sneri aftur til Englands, en hann gæti verið á förum frá félaginu á næstu vikum.

Wissa, sem hefur verið orðaður við Newcastle United og Tottenham Hotspur, tók ákvörðun um að yfirgefa æfingabúðir Brentford til þess að fá framtíð sína á hreint.

Kongómaðurinn kom að 24 mörkum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og er eðlilega mikill áhugi á honum.

Brentford hafnaði á dögunum tilboði frá Newcastle, sem er í leit að styrkingu fyrir komandi tímabil.

Keith Andrews, nýr stjóri Brentford, tjáði sig aðeins um Wissa og hans mál í dag.

„Hann er farinn aftur til Lundúna. Það var hans ákvörðun og það var augljóslega út af vangaveltum um framtíð hans. Það eru félög sem hafa áhuga og honum fannst réttast að fara aftur til Lundúna.“

„Í raun er þetta mjög einfalt. Hann kemur aftur til móts við hópinn í næstu viku þegar við snúum aftur til æfinga,“
sagði Andrews um Wissa.
Athugasemdir
banner
banner