Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. júní 2022 13:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bissouma búinn í læknisskoðun hjá Tottenham - Þrjár stöður eftir
Mynd: Getty Images
Yves Bissouma er að ganga í raðir Tottenham frá Brighton. Bissouma er 25 ára miðjumaður og mun Spurs greiða um 25 milljónir punda til Brighton.

Sá verðmiði getur hækkað um allt að tíu milljónir punda út frá árangurstengdum greiðslum.

Bissouma kláraði læknisskoðun hjá Tottenham í dag og mun skrifa undir langtímasamning við félagið.

Hann verður þriðji leikmaðurinn til að semja við félagið í sumar því þeir Ivan Perisic og Fraser Forster skrifuðu undir samninga við félagið fyrr í sumar.

Í kjölfarið ætlar Tottenham að einbeita sér að því að fá nýjan hægri vængbakvörð, örvfættan miðvörð og einn leikmann til viðbótar í sóknarlínuna.

Sjá einnig:
Stuðningsmenn vilja fá mál Bissouma á hreint - „Vil vera viss áður en ég peppa hann"
Athugasemdir
banner
banner
banner