Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. júní 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn vilja fá mál Bissouma á hreint - „Vil vera viss áður en ég peppa hann"
Yves Bissouma er til rannsóknar hjá lögreglu vegna atviks sem átti sér stað á skemmtistað í október
Yves Bissouma er til rannsóknar hjá lögreglu vegna atviks sem átti sér stað á skemmtistað í október
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Tottenham Hotspur eru á báðum áttum með yfirvofandi kaup félagsins á Yves Bissouma frá Brighton en hann mun gangast undir læknisskoðun á morgun áður en hann skrifar undir langtímasamning.

Bissouma er 25 ára gamall og er svo sannarlega með gæðin til að spila með Tottenham og er það ekki vandamálið.

Hann á ár eftir af samningi og er Tottenham að fá hann nokkuð ódýrt en Bissouma hefur verið gríðarlega mikilvægur í skemmtilegu liði Brighton.

Það sem stuðningsmenn velta vöngum yfir er staða hans utan vallar en hann er enn með stöðu grunaðs manns í kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í október á síðasta ári.

Bissouma var þá handtekinn á skemmtistað ásamt öðrum karlmanni á fimmtugsaldri vegna gruns um að hafa kynferðislega brotið á konu en þeir voru færðir til yfirheyrslu og hafa gengið lausir gegn tryggingu.

Það var síðan framlengt fram í janúar en síðast í apríl kom tilkynning frá lögreglu þar sem kom fram að Bissouma þyrfti ekki að vera laus gegn tryggingu en myndi halda áfram að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins.

Meiðyrðalög á Bretlandseyjum gera það að verkum að ekki er hægt að afla upplýsinga um málið enda gæti það haft veruleg áhrif ef það fer fyrir dómstóla. Því er ekkert vitað hvað gerðist og það er eitthvað sem stuðningsmenn Tottenham hafa áhyggjur af

Er Tottenham að kaupa leikmann sem gæti verið ákærður fyrir kynferðisbrot á næstu mánuðum eða er búið að hreinsa hann af ásökununum? Stuðningsmenn vilja fá þetta á hreint frá félaginu áður en hann verður keyptur.








Athugasemdir
banner
banner