Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. júní 2022 12:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Bergmann kemur til greina sem gulldrengur Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er einn af 100 leikmönnum sem eru á lista ítalska miðilsins Tuttosport yfir bestu ungu leikmenn Evrópu.

Hægt er að kjósa Ísak á vefsíðu Tuttosport. Sig­ur­veg­ar­inn hlýt­ur titil­inn „gulldreng­ur­“ Evrópu.

Leik­menn­irn­ir eru all­ir und­ir 21 árs aldri, fæddir 2002 eða síðar. Sem stendur er Ekvadorinn Peiro Hincapie hjá Leverkusen efstur í kjörinu með rétt tæplega helming atkvæða.

Auk Ísaks og Reyna eru tíu leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á lista og þrír leikmenn Barcelona.

Ísak er aðeins 19 ára gam­all og hef­ur þegar leikið 13 A-lands­leiki. Hann er leikmaður FC Kaupmannahafnar og átti stóran þátt í því að liðið end­ur­heimti danska meist­ara­titil­inn á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner