Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. júní 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Perez opnar sig um Mbappe - „Ég vil ekki þessa útgáfu af honum"
Florentino Perez
Florentino Perez
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe skrifaði undir samning til 2025
Kylian Mbappe skrifaði undir samning til 2025
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur loksins opnað sig um viðræður hans við franska framherjann Kylian Mbappe, en hann hafnaði Madrídingum og ákvað að framlengja við Paris Saint-Germain.

Mbappe tók sér dágóðan tíma í að taka ákvörðun um framtíð sína og leit allt út fyrir að hann myndi skrifa undir langtímasamning við Madrídinga.

Samningur hans við PSG var að renna út og var franska félagið að gefast upp á því að halda honum, þangað til Emmanuel Macron, forseti Frakklands, blandaði sér í málið.

Hann ræddi við Mbappe og síðan fór leikmaðurinn á fund hjá eigendum PSG í Katar og það breytti öllu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við PSG og ákvað að hætta við að elta æskudrauminn.

Mbappe er sagður fá meiri völd innan félagsins og hafi eitthvað að segja um það hvaða leikmenn séu keyptir. Luis Campos, sem var yfirmaður íþróttamála hjá Mónakó og vann með Mbappe, var gerður að sérstökum fótboltaráðgjafa PSG á dögunum, en það gefur til kynna að hann sé með einhver völd hjá franska félaginu.

„Kylian Mbappe sveik mig ekki. Hann sagði okkur að draumur hans væri að spila fyrir Real Madrid og hann gerði það oft og mörgum sinnum. En svo skipti hann allt í einu um skoðun fimmtán dögum síðar útaf pólitískri og efnahagslegri pressu," sagði Perez.

„Draumur hans breyttist. Macron hringdi í Mbappe og ég skil ekkert í því. PSG bauð honum að leiða þetta verkefni og það breytti öllu. Ég sé ekki sama Mbappe og við vildum fá."

„Það er enginn stærri en Real Madrid. Það mun aldrei breytast."

„Móðir Kylian vildi að hann færi til Real Madrid því hún veit að það hefur verið draumur hans frá blautu barnsbeini. Ég er viss um að hún vildi að hann kæmi hingað en hlutir breytast og við verðum að virða það. Ég ber enn mikla virðingu fyrir honum."

„Við skrifuðum ekki undir eitthvað samkomulag við Mbappe því það er ekki vaninn. Við megum ekki gera það."

„Ég hef aldrei sagt að þetta sé búið á milli Mbappe og Real Madrid en það getur margt breyst á þremur árum. Ég vil samt ekki þennan Mbappe. Þessi sem ég ræddi við er ekki sá sami og við vildum. Ég vildi ekta útgáfuna."

„Real Madrid er alltaf opið þeim leikmönnum sem skilja það að enginn er stærri en félagið,"
sagði Perez um leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner