Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Völsungur með fullt hús eftir auðveldan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Smári 0 - 5 Völsungur
0-1 Krista Eik Harðardóttir ('15 )
0-2 Viridiana Vazquez Kloss ('20 )
0-3 Ásta Hind Ómarsdóttir ('22 , Sjálfsmark)
0-4 Viridiana Vazquez Kloss ('48 )
0-5 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('52 )

Völsungur er með fimm stiga forystu á toppi 2. deildar kvenna þar sem liðið er með fullt hús stiga eftir sjötta sigurinn sinn í röð.

Völsungur heimsótti Smára í dag og skóp auðveldan sigur, þar sem þrjú fyrstu mörk leiksins komu á sjö mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks.

Krista Eik Harðardóttir og Viridiana Vazquez Kloss skoruðu fyrir Völsung og varð Ásta Hind Ómarsdóttir fyrir því óláni að gera sjálfsmark í liði heimakvenna.

Staðan var 0-3 í leikhlé en Viridiana bætti fjórða markinu við í upphafi síðari hálfleiks áður en Halla Bríet Kristjánsdóttir skoraði fimmta og síðasta markið.

Húsvíkingar eiga því 18 stig eftir sex fyrstu umferðirnar og hafa aðeins fengið eitt mark á sig. KR og Haukar deila öðru sætinu og eru fimm stigum eftirá, með leik til góða.

Smári situr í næstneðsta sæti með eitt stig úr fimm umferðum.
Athugasemdir
banner