Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 16:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eriksen kom Dönum yfir - Þrjú ár síðan hann fór í hjartastopp
Mynd: EPA

Danmörk er komið með forystuna gegn Slóveníu í leik liðanna í C-riðli á EM í Þýskalandi.


Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United, skoraði markið eftir laglega sendingu Jonas Wind.

Um þrjú ár eru liðin frá því að Eriksen fór í hjartastopp gegn Finnlandi á EM 2020. Gangráður var græddur í hann í kjölfarið sem gerði honum kleift að halda áfram að spila fótbolta.

Hann snéri aftur í landsliðið níu mánuðum síðar og lék á HM í Katar árið 2022.

Smelltu hér til að sjá markið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner