Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
   mán 16. júlí 2018 22:05
Egill Sigfússon
Thomas Mikkelsen: Var uppgefinn undir lok leiks
Thoma Mikkelsen skoraði í fyrsta leik sínum
Thoma Mikkelsen skoraði í fyrsta leik sínum
Mynd: Breiðablik
Breiðablik lagði Fjölni 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld í 12.umferð Pepsí-deildar karla. Thomas Mikkelsen var að spila sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik og skoraði strax eftir 14 mínútur. Thomas var að vonum ánægður með sigurinn þótt hann telji liðið geta spilað betur en í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með sigurinn, mér fannst við geta spilað betur en í dag en allra mikilvægast er að liðið vann í dag og ég er ánægður."

Thomas skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið og var hæstánægður með það en sagði að hann hefði verið búinn á því undir lokin og þyrfti smá tíma til að komast í hundrað prósent leikform.

„Þetta var góður fyrsti leikur fyrir mig en ég hef auðvitað ekki spilað leik í tvo og hálfan mánuð svo þetta var erfiður leikur fyrir mig en formið kemur þegar ég spila fleiri leiki. Ég var dauðþreyttur í lok leiks og ég gat ekki hlaupið meira."

Thomas líkar lífið vel hjá Blikunum eftir að hafa verið hér í þrjár vikur og hefur ekkert nema gott að segja um nýju liðsfélaga sína.

„Strákarnir eru frábærir, þeir hafa séð mjög vel um mig og mér líkar lífið hér virkilega vel."
Athugasemdir