Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
   mán 16. júlí 2018 22:05
Egill Sigfússon
Thomas Mikkelsen: Var uppgefinn undir lok leiks
Thoma Mikkelsen skoraði í fyrsta leik sínum
Thoma Mikkelsen skoraði í fyrsta leik sínum
Mynd: Breiðablik
Breiðablik lagði Fjölni 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld í 12.umferð Pepsí-deildar karla. Thomas Mikkelsen var að spila sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik og skoraði strax eftir 14 mínútur. Thomas var að vonum ánægður með sigurinn þótt hann telji liðið geta spilað betur en í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með sigurinn, mér fannst við geta spilað betur en í dag en allra mikilvægast er að liðið vann í dag og ég er ánægður."

Thomas skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið og var hæstánægður með það en sagði að hann hefði verið búinn á því undir lokin og þyrfti smá tíma til að komast í hundrað prósent leikform.

„Þetta var góður fyrsti leikur fyrir mig en ég hef auðvitað ekki spilað leik í tvo og hálfan mánuð svo þetta var erfiður leikur fyrir mig en formið kemur þegar ég spila fleiri leiki. Ég var dauðþreyttur í lok leiks og ég gat ekki hlaupið meira."

Thomas líkar lífið vel hjá Blikunum eftir að hafa verið hér í þrjár vikur og hefur ekkert nema gott að segja um nýju liðsfélaga sína.

„Strákarnir eru frábærir, þeir hafa séð mjög vel um mig og mér líkar lífið hér virkilega vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner