Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mán 16. júlí 2018 22:05
Egill Sigfússon
Thomas Mikkelsen: Var uppgefinn undir lok leiks
Thoma Mikkelsen skoraði í fyrsta leik sínum
Thoma Mikkelsen skoraði í fyrsta leik sínum
Mynd: Breiðablik
Breiðablik lagði Fjölni 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld í 12.umferð Pepsí-deildar karla. Thomas Mikkelsen var að spila sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik og skoraði strax eftir 14 mínútur. Thomas var að vonum ánægður með sigurinn þótt hann telji liðið geta spilað betur en í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Fjölnir

„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með sigurinn, mér fannst við geta spilað betur en í dag en allra mikilvægast er að liðið vann í dag og ég er ánægður."

Thomas skoraði í fyrsta leik sínum fyrir liðið og var hæstánægður með það en sagði að hann hefði verið búinn á því undir lokin og þyrfti smá tíma til að komast í hundrað prósent leikform.

„Þetta var góður fyrsti leikur fyrir mig en ég hef auðvitað ekki spilað leik í tvo og hálfan mánuð svo þetta var erfiður leikur fyrir mig en formið kemur þegar ég spila fleiri leiki. Ég var dauðþreyttur í lok leiks og ég gat ekki hlaupið meira."

Thomas líkar lífið vel hjá Blikunum eftir að hafa verið hér í þrjár vikur og hefur ekkert nema gott að segja um nýju liðsfélaga sína.

„Strákarnir eru frábærir, þeir hafa séð mjög vel um mig og mér líkar lífið hér virkilega vel."
Athugasemdir
banner
banner