þri 16. júlí 2019 17:00 |
|
Umboðsmaður Bale um Tottenham orðróm: Tjái mig aldrei um kjaftæði
Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, hefur blásið á orðróm þess efnis að leikmaðurinn sé mögulega á leið aftur til Tottenham frá Real Madrid.
Spænska íþróttablaðið Marca greindi frá því í vikunni að Tottenham vilji kaupa Bale aftur frá Real á 50 milljónir punda.
„Ég tjái mig aldrei um kjaftæði," sagði Barnett í viðtali við Sky Sports í dag.
Hinn þrítugi Bale er ekki ofarlega á lista hjá Zinedine Zidane þjálfara Real Madrid og ýmsar sögusagnir hafa verið um framtíð hans.
Bale hefur verið hjá Real Madrid síðan árið 2013 en félagið keypti hann á 85 milljónir punda.
Spænska íþróttablaðið Marca greindi frá því í vikunni að Tottenham vilji kaupa Bale aftur frá Real á 50 milljónir punda.
„Ég tjái mig aldrei um kjaftæði," sagði Barnett í viðtali við Sky Sports í dag.
Hinn þrítugi Bale er ekki ofarlega á lista hjá Zinedine Zidane þjálfara Real Madrid og ýmsar sögusagnir hafa verið um framtíð hans.
Bale hefur verið hjá Real Madrid síðan árið 2013 en félagið keypti hann á 85 milljónir punda.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
06:00
14:30