Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fim 16. júlí 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti við Pickford: Þú verður að gera betur!
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hefur varað leikmenn sína við því að þeir þurfi að stíga upp og gera betur. Ancelotti viðurkennir að hann hafi sett spurningamerki við hugarfar sinna manna í tapinu gegn Wolves á sunnudag.

Hann krefst þess að sjá viðbrögð frá mönnum gegn Aston Villa í dag.

Ancelotti spjallaði við markvörðinn Jordan Pickford undir fjögur augu og ræddi við hann um óstöðugleika hans á þessu tímabili. Pickford meðtók gagnrýnina.

„Hann er ekki að gera nægulega vel og ég talaði við hann um það. Það eru engin vandamál. Með gæðin sem hann býr yfir þá þarf hann að gera betur. Hann var sammála því," segir Ancelotti.

„Hann þarf að einbeita sér að sjálfum sér, að frammistöðunni, og reyna að bæta sig á hverjum degi. Ég er ekki með miklar áhyggjur því hann er með gæði og hann er með karakter. En ég þurfti að segja við hann að hann þyrfti að gera betur og ég gerði það."

Everton hefur ekki leikið vel í undanförnum leikjum en Ancelotti var sérstaklega ósáttur við frammistöðuna gegn Úlfunum.

„Það var enginn eldmóður í liðinu. Minn þjálfarastíll er að tala hreint út við leikmenn og vera í beinum samskiptum við þá. Hugarfarið hefur verið til umræðu og mér finnst ég hafa séð breytingu á æfingum."

Everton er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en klukkan 17 í dag tekur liðið á móti Aston Villa sem er í fallsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner