Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 16:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íris Una lánuð í Fylki (Staðfest)
Íris í leik með Fylki sumarið 2021.
Íris í leik með Fylki sumarið 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir tilkynnti í dag að félagið væri búið að krækja í leikmann á láni út tímabilið. Það er Íris Una Þórðardóttir sem kemur frá Þrótti út þetta tímabil. Hún hafði einungis komið við sögu í einum deildarleik með Þrótti fyrri hluta sumars.

Íris Una er 23 ára varnarmaður og er uppalin á Suðurnesjunum. Hún hefur spilað 184 KSÍ leiki með Keflavik, Selfoss og Þrótti. Hún kannast vel við sig í Árbænum því hún var leikmaður Fylkis tímabilin 2020 og 2021.

Íris, sem er fyrrum unglingalandsliðskona, er samningsbundin Þrótti út næsta ár.

Fylkir er í botnsæti Bestu deildarinnar eftir tólf umferðir, fjórum stigum á eftir Þrótti sem er í síðasta örugga sætinu. Fyrsti leikur Írisar gæti orðið á sunnudag þegar Fylkir tekur á móti Tindastóli.

„Bjóðum við Írisi hjartanlega velkomna aftur í Árbæinn," segir í tilkynningu Fylkis.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner