Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 16. ágúst 2021 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Aberdeen er að koma út úr þessu öllu sem algjör skítaklúbbur"
Aberdeen komst áfram gegn Blikum.
Aberdeen komst áfram gegn Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson fór til Aberdeen í síðustu viku þar sem hann fylgdist með Breiðablik spila við skoska liðið í Sambandsdeildinni.

Aberdeen vann báða leikina með einu marki og er félagið núna einu skrefi frá riðlakeppninni. Á meðan er ævintýri Blika í Evrópukeppninni á enda komið.

Gunnar sagði ferðasögu frá Skotlandi í útvarpsþættinum á laugardag. Þar kom fram að Aberdeen hefði verið á undanþágu frá UEFA til að spila leikinn á heimavelli sínum. Blikar fengu ekki að spila sinn heimaleik á Kópavogsvelli og þurftu að fara á Laugardalsvöll þar sem Kópavogsvöllur stóðst ekki kröfur.

„Blikar fengu undanþágu í raun og veru en Aberdeen í raun og veru neitar að spila þar (á Kópavogsvelli). Það er sagan. Aberdeen er að koma út úr þessu öllu sem algjör skítaklúbbur," sagði Gunnar.

„Á einhverjum tímapunkti hafa þeir verið smeykir þegar Blikar slá út Austria Vín. Þeir nenna ekki að spila á gervigrasi. Þeir mættu Häcken í umferðinni á undan, spiluðu á gervigrasi og voru eitthvað voða ósáttir við það víst. Þeir vildu gera allt sem í þeirra valdi stóð til að spila alls ekki á gervigrasi hérna."

Gunnar segir að það hafi líka verið miðavandræði á leikinn úti - alls konar vesen - en stemningin á vellinum hafi verið mjög góð.

Sjá einnig:
Óskar ósáttur við Aberdeen-menn: Eins og fimm ára gamalt barn
Útvarpsþátturinn - Boltahlaðborð og góðir gestir
Athugasemdir
banner