banner
   þri 16. ágúst 2022 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höfnuðu fyrsta tilboði West Ham í belgískan landsliðsmann
Með fyrirliðabandið hjá Brugge
Með fyrirliðabandið hjá Brugge
Mynd: EPA
West Ham hefur áhuga á því að fá miðjumanninn Hans Vanaken í sínar raðir frá Club Brugge. Félagið hefur lagt fram tilboð sem talið er hljóða upp á tæplega 8,5 milljónir punda en belgíska félagið hefur hafnað því.

Vanaken er þrítugur belgískur landsliðsmaður sem hefur verið hjá Club Brugge frá árinu 2015. Hann er mikill markaskorarar því í 339 keppnisleikjum fyrir félagið hefur hann skorað 101 mark, þar af fimmtán mörk í 50 leikjum á síðasta tímabili.

Alls á Vanaken að baki 21 landsleik fyrir Belgíu og í þeim hefur hann skorað fimm mörk. Hann er uppalinn hjá PSV og Lommel og hefur einnig leikið með Lokeren á sínum ferli.

Búast má við því að West Ham reyni aftur að bjóða í Vanaken og hækki tilboðið sitt í leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner