Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. ágúst 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskiljanlegt að Walsh sé ekki tilnefnd
Keira Walsh.
Keira Walsh.
Mynd: Getty Images
Í síðustu viku voru tilnefningarnar fyrir Ballon d'Or verðlaunahátíðina opinberaðar, bæði í karla- og kvennaflokki.

Verðlaunin eru mjög virt og eru þau veitt besta leikmanni í heimi á ári hverju.

Það vakti helst athygli að Lionel Messi var ekki tilnefndur í karlaflokki. Messi, sem hefur unnið verðlaunin sjö sinnum, átti erfiða leiktíð með Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Í kvennaflokki þykir það með öllu óskiljanlegt að Keira Walsh, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, sé ekki tilnefnd.

Walsh var algjörlega stórkostleg á miðsvæðinu hjá Englandi er liðið fór alla leið á EM í sumar. Hún var mögnuð á mótinu og stór ástæða þess að England fór alla leið.

En hún fékk ekki tilnefningu, gríðarlega vanmetin leikmaður. Margar fótboltakonur hafa sagt frá því á samfélagsmiðlum að þeim þyki það vægast sagt furðulegt að Walsh sé ekki tilnefnd.




Athugasemdir
banner
banner