Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 16. september 2018 17:07
Kristófer Jónsson
Rúnar Kristins: Ég verð þjálfari KR áfram
Rúnar ætlar sér ekki að hætta hjá KR.
Rúnar ætlar sér ekki að hætta hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna mann á Keflavík í 20.umferð Pepsi-deildar karla.

„Við vorum dálítið hægir í byrjun og Keflvíkingar vörðust rosalega vel. Við lendum svo 1-0 undir en Pálmi kemur okkur inní leikinn strax. Við hefðum ekki viljað fara undir inní hálfleikinn" sagði Rúnar eftir leik.

KR-ingar sitja í fjórða sæti deildarinnar og eru nú í bílstjórasætinu í baráttunni um Evrópusæti þegar að tvær umferðir eru eftir. Rúnar segir hins vegar að baráttan sé langt frá því að vera búin.

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Keflavík

„Við þurfum ekkert að vera aular til að klúðra þessu. Við eigum erfiðan leik í næstu viku gegn Fylki og þetta er svo fljótt að breytast í þessum bransa. Það eru sex stig eftir í pottinum og það munar bara tveimur sitgum sem að er ekki mikið í fótbolta." sagði Rúnar aðspurður um framhaldið.

Mikið hefur verið um þjálfarahræringar þegar að lítið er eftir að móti og einhverjar sögusagnir hafa verið á flakki um að Rúnar hætti hjá KR eftir tímabilið. Rúnar sjálfur gaf lítið fyrir þær sögusagnir.

„Framhaldið verður bara meiraháttar. Ég verð bara þjálfari KR áfram. Ekkert vesen." sagði Rúnar að lokum léttur í bragði.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner