Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. september 2022 15:17
Elvar Geir Magnússon
Ekvador heldur sætinu á HM en Síle fer með málið til CAS
Byron Castillo í leik með Ekvador í undankeppninni.
Byron Castillo í leik með Ekvador í undankeppninni.
Mynd: EPA
Síle hefur tapað áfrýjun sinni til FIFA og Ekvador heldur því sæti sínu á HM í Katar. Síle ætlar þó áfram með málið til CAS, alþjóðlega íþróttadómstólsins í Sviss sem er æðsta dómsvald íþrótta í heiminum.

Fótboltasamband Síle segir að sannanir séu fyrir því að Byron Castillo, leikmaður Ekvador, sé í raun Kólumbíumaður og hefði ólöglega spilað í undankeppni HM.

FIFA segist hafa gögn um að Castillo sé með ekvadorskan ríkisborgararétt.

Eins og staðan er núna mun því Ekvador spila gegn Katar í opnunarleik HM í Doha þann 20. nóvember. Liðin eru í A-riðli ásamt Hollandi og Senegal.

Castillo lék átta leiki í undankeppninni og ef þeir leikir verða dæmdir tapaðir þá færist Síle upp í fjórða sæti undankeppninnar í Suður-Ameríku sem gefur beint sæti á HM.


Athugasemdir
banner
banner