Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir Íslendingar í baráttunni um Hollywood
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mjög svo áhugaverður leikur í ensku C-deildinni í kvöld þegar Birmingham tekur á móti Wrexham.

Þetta eru félög sem eru bæði með mjög fræga eigendur. Tom Brady, besti leikstjórnandi sögunnar í amerískum fótbolta, á hlut í Birmingham og þá er Wrexham í eigu Rob McElhenney og Ryan Reynolds sem eru frægir leikarar í Hollywood.

Wrexham sendi frá sér yfirlýsingu í aðdraganda leiksins þar sem fram kom að Eli Manning væri genginn í stuðningsmannaklúbb félagsins. Manning var mikill keppinautur Brady á sínum tíma en hann lék fyrir New York Giants.

„Núna get ég unnið Tom Brady í fótbolta og í fútbol," skrifaði Manning við færsluna.

Brady ákvað að svara þessu á skemmtilegan hátt. „Ég hef verið að leita í húsinu mínu að hinum sex (heldur á bikar). Rob (McElhenney) geturðu frætt stuðningsmenn Wrexham um söguna í NFL?" sagði Brady sem vann sjö titla á sínum ferli en enginn hefur unnið fleiri titla en hann.

Leikurinn hefur verið kallaður „Hollywood slagurinn" en það koma tveir Íslendingar til með að taka þátt í honum; Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted eru leikmenn Birmingham. Þeir verða líklega með, nema þeir hafi veikst í Tyrklandi.


Athugasemdir
banner
banner