„Það er langur aðdragandi að þessari ákvörðun," segir þjálfarinn Þorlákur Árnason í samtali við Fótbolta.net. Í gær hætti hann sem þjálfari kvennaliðs Damaiense í Portúgal.
Láki tók við Damaiense seint á síðasta ári og undir hans stjórn endaði liðið í fjórða sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Í yfirlýsingu frá félaginu í gær kom fram að Láki hafi ekki séð fram á að geta tekið liðið lengra.
Láki tók við Damaiense seint á síðasta ári og undir hans stjórn endaði liðið í fjórða sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Í yfirlýsingu frá félaginu í gær kom fram að Láki hafi ekki séð fram á að geta tekið liðið lengra.
„Eftir síðasta tímabil var töluverð óvissa með framtíð félagsins en upprunalega planið var að flytja með liðið til Algarve og vera með sína eigin aðstöðu. Knattspyrnusambandið stöðvaði hins vegar flutninginn og setti því félagið í mikla óvissu. Það var í raun á þessum tímapunkti sem ég ákvað að hjálpa félaginu að koma undir sér fótunum, að setja upp nýtt lið en hverfa síðan á braut á skynsamlegum tíma. Nú er landsleikjahlé þannig að tímasetningin var góð og við höfum góða þjálfara innan félagsins til að taka við," segir Láki.
Þá myndu þeir ráða yfir þingheimum
Hann segir að tíminn í Portúgal hafi verið frábær.
„Þetta er búinn að vera frábær tími, árangur liðsins í fyrra var mjög góður og við náðum að taka stig af öllum stóru liðunum. Auk þess er Lissabon æðisleg borg sem hefur upp á svo margt skemmtilegt að bjóða. Þetta tímabil var erfiðara þar sem að við héldum einungis fjórum leikmönnum og það hefur tekið töluverðan tíma að ná takti í liðið. Tveir síðustu leikir hafa hins vegar verið góðir og ég hef trú á að liðið endi um miðja deild í ár."
Það eru þrjú stór félög í Portúgal sem ráða mestu. Það er erfitt að keppa við þau.
„Almennt er Portúgal frábært land fyrir fótboltaáhugamenn, þar eru þrjú stórlið: Porto, Sporting og Benfica og ég er viss um að ef að þessi lið myndi stofna stjórnamálaflokka þá myndu þeir ráða yfir þingheimum, svo mikill er máttur þeirra."
Kvennaboltinn í Portúgal er að verða sterkari og sterkari.
„Deildin var mjög sterk í fyrra sem sést best á því að leikirnir voru jafnari en oft áður. Deildin er metin sem sú sjötta sterkasta í Evrópu í dag. Í ár er deildin aðeins meira tvískipt sem mótast svollítið af því að stóru liðin eru að vera sterkari og þau veikustu eru í vandræðum fjárhagslega. Deildin er atvinnumannadeild og almennt eru nokkur félög ennþá í erfiðleikum með skiptin úr hálf atvinnumensku í atvinnumennsku."
Fyrst tek ég fund með konunni minni
Það voru nokkrir íslenskir leikmenn orðaðir við Damaiense á meðan Láki var þjálfari liðsins, en enginn íslenskur leikmaður samdi þó við félagið.
„Við heyrðum í einhverjum íslenskum leikmönnum en það fór aldrei á eitthvað flug. Ég held almennt séð að íslenskir leikmenn haldi að deildin sé ekki nógu sterk eða að þeir vilji frekara fara í svipaða menningu á Norðurlöndum," segir Láki en hvað tekur við næst?
„Það er óákveðið. Tímasetningin er góð, ég ætla að skoða markaðinn hérna heima og svo eru ákveðin lönd að ráða í störf fram að áramótum. Ég held að þetta sé tímaramminn sem ég er að vinna með. En fyrst tek ég fund með konunni minni, hún hefur mjög sterkar skoðanir á því hvað sé næsta skref fyrir mig."
Athugasemdir