Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 16. desember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikir: Birkir Bjarna lék gegn Sampdoria - Villarreal lagði Aston Villa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adana Demirspor mætti Sampdoria í æfingaleik í gær en Birkir Bjarnason byrjaði leikinn á bekknum.

Hann kom inn á þegar um það bil hálftími var til leiksloka í stöðunni 2-1 fyrir Sampdoria.

Hinn 38 ára gamli Gökan Inler tryggði Adana jafntefli með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Villarreal lagði Aston Villa 1-0 en Etienne Capoue skoraði eina markið. Matty Cash og Leander Dendoncker komu við sögu í fyrsta sinn með Aston Villa eftir að hafa lokið leik á HM.


Athugasemdir