Efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle þessa stundina er Khvicha Kvaratskhelia, kantmaður Napoli á Ítalíu.
                
                
                                    Kvaratskhelia, sem stundum hefur verið kallaður „Kvaradona" út af líkingum við Diego Maradona, fór til Napoli síðasta sumar á 10 milljónir punda.
Hann hefur vakið mikla athygli út af frammistöðu sinni með Napoli en hann hefur leikið virkilega vel á tímabilinu.
Newcastle hefur verið að fylgjast vel með honum og samkvæmt The Times þá er Kvaratskhelia efstur á óskalistanum fyrir næstu tvo félagaskiptaglugga.
Leikmaðurinn er metinn á 50 milljónir punda en það ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir Newcastle, sem er moldríkt félag, að eyða þessum peningum.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                

