Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   sun 17. janúar 2021 13:25
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Napoli skoraði sex gegn Fiorentina
Napoli 6 - 0 Fiorentina
1-0 Lorenzo Insigne ('5)
2-0 Diego Demme ('36)
3-0 Hirving Lozano ('38)
4-0 Piotr Zielinski ('45)
5-0 Lorenzo Insigne ('72, víti)
6-0 Matteo Politano ('89)

Napoli gjörsamlega valtaði yfir Fiorentina er liðin mættust í fyrsta leik dagsins í ítalska boltanum.

Lorenzo Insigne skoraði strax á fimmtu mínútu og fékk Fiorentina færi til að jafna áður en Diego Demme tvöfaldaði forystuna hálftíma síðar.

Þá hrundi allt hjá gestunum frá Flórens. Hirving Lozano og Piotr Zielinski bættu við mörkum fyrir leikhlé og staðan orðin 4-0.

Insigne gerði svo fimmta mark heimamanna úr vítaspyrnu á 72. mínútu og átti Matteo Politano síðasta mark leiksins.

Napoli er í þriðja sæti eftir sigurinn, með 34 stig eftir 17 umferðir. Fiorentina er með 18 stig úr 18 leikjum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
15 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
16 Torino 14 3 5 6 14 26 -12 14
17 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
18 Pisa 14 1 7 6 10 19 -9 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner