Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   mán 17. janúar 2022 23:41
Elvar Geir Magnússon
Chiquinho kominn í hóp portúgalskra Úlfa (Staðfest)
Hinn 21 árs gamli Chiquinho hefur skrifað undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Wolves til 2026. Þessi portúgalski vængmaður kemur frá Estoril í heimalandinu og er kaupverðið 3 milljónir punda.

Það er mikil hefð fyrir Portúgölum hjá Úlfunum en fyrir hjá félaginu eru Jose Sa, Bruno, Pedro Neto, Ruben Neves, Daniel Podence, Trincao, Fabio Silva, Nelson Semedo og Joao Moutinho í leikmannahópnum.

Chiquinho var í yngri liðum Sporting Lissabon en hann gekk í raðir Estoril árið 2019. Hann hefur vakið athygli fyrir frammistöðu liðsins sem er óvænt í sjötta sæti portúgölsku deildarinnar.

Hann hefur skorað þrjú mörk í fimmtán leikjum á tímabilinu.

Tottenham gæti reynt að fá spænska vængmanninn Adama Traore frá Úlfunum í þessum mánuði.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner