Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. janúar 2023 09:15
Elvar Geir Magnússon
Gyrðir í FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur gengið í raðir FH frá Leikni í Breiðholti og gerði tveggja ára samning í Kaplakrika.

Gyrðir, sem er 23 ára, æfði með FH til reynslu áður en hann fékk samning en samningur hans við Leikni rann út eftir síðasta tímabil. Leiknir féll úr Bestu deildinni.

„Gyrðir getur leyst nokkrar stöður aftarlega á vellinum, er líkamlega sterkur, fljótur og öflugur leikmaður. Við bjóðum Gyrði hjartanlega velkominn og hlökkum til að sjá hann spila á iðagrænum Kaplakrikavelli í sumar," segir í tilkynningu FH.

Gyrðir hefur spilað með meistaraflokki Leiknis síðan 2019. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild og lék svo með liðinu þar í tvö ár.

FH var í fallbaráttu í Bestu deildinni í fyrra en vonast til að hífa sig upp í efri hlutann næsta sumar, undir stjórn Heimis Guðjónssonar sem tók að nýju við liðinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner