Heimild: Fotbolldirekt.se
Arnór Sigurðsson hefur átt erfitt uppdráttar hjá Blackburn á þessari leiktíð vegna meiðsla. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að félög þar í landi hafi haft samband við hann í janúar.
Malmö, Djurgården og Norrköping reyndu öll að fá hann en Fotbolldirekt segir að hann hafi hafnað öllum tilboðunum.
Arnór hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum í Championship deildinni á þessari leiktíð og skorað eitt mark. Samningur hans við Blackburn rennur út næsta sumar en hann virðist ekki hafa áhuga á að snúa aftur til Svíþjóðar.
Þessi 25 ára gamli íslenski landsliðsmaður lék með Norrköping tímabilið 2017-2018 áður en hann var seldur til CSKA Moskvu. Hann snéri aftur til Norrköping árið 2022 en gekk til liðs við Blackburn ári síðar.
Athugasemdir