Brighton vann kærkominn sigur í gær þegar liðið lagði Ipswich að velli. Liðið hafði ekki unnið síðan í lok nóvember í deildinni þegar það kom að leiknum í gær.
Georginio Rutter skoraði seinna mark liðsins í 2-0 sigri en hann ræddi við TNT Sports eftir leikinn.
„Þetta varmikilvægt fyrir liðið því þetta var erfitt um hátíðarnar. Við erum ánægðir og þetta er gott fyrir sjálfstraustið," sagði Rutter.
Markið hans var skoðað um tíma í VAR þar sem Lewis Dunk var fyrir Christian Walton markverði Ipswich en niðurstaðan var sú að hann var ekki rangstæður.
„Stjórinn sagði mig bara að spila fótbolta og sýna ákefð þegar ég kom inn á. Ég reyndi það og skoraði. Ég var svolítið hræddur út af VAR, ég er mjög ánægður og þakka liðinu og stuðningsmönnum," sagði Rutter.
Næsti leikur liðsins er gegn Man Utd.
„Við reynum alltaf að gera okkar besta. Við verðum að leggja hart að okkur á æfingum líka. Við erum klárir fyrir leikiinn gegn Man Utd," sagði Rutter.
Athugasemdir