Mario Lemina miðjumaður Wolves hefur beðist afsökunar og gæti mögulega verið í hóp gegn Chelsea á mánudagskvöld.
Þessi 31 árs leikmaður er með stimpil á sér fyrir að vera vandræðagemsi og gekk af göflunum eftir leik liðsins við West Ham og var í kjölfarið sviptur fyrirliðabandinu.
Lemina bað síðan um að vera ekki í hóp í 3-0 tapleiknum gegn Newcastle þar sem hann vildi yfirgefa félagið. Al-Shabab reyndi að fá leikmanninn ókeypis, eitthvað sem hugnaðist ekki Wolves.
Þessi 31 árs leikmaður er með stimpil á sér fyrir að vera vandræðagemsi og gekk af göflunum eftir leik liðsins við West Ham og var í kjölfarið sviptur fyrirliðabandinu.
Lemina bað síðan um að vera ekki í hóp í 3-0 tapleiknum gegn Newcastle þar sem hann vildi yfirgefa félagið. Al-Shabab reyndi að fá leikmanninn ókeypis, eitthvað sem hugnaðist ekki Wolves.
En í morgun bað Lemina stjóra Wolves, Vitor Pereira, afsökunar.
„Hann bað mig um að velja sig ekki í hóp gegn Newcastle því hann væri ekki með einbeitingu andlega. Í morgun kom hann til mín og bað mig og liðið afsökunar. Hann segist vera tilbúinn að leggja sig allan fram fyrir liðið á meðan mál sín skýrist og við finnum lausn," segir Pereira.
„Þarna sýndi hann rétta hugarfarið. Félagið borgar launin hans sem þýðir að hann á að leggja sig fram fyrir það allt fram á síðasta dag."
Úlfarnir eru í sautjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með jafnmörg stig og Ipswich sem er í fallsæti. Matheus Cunha var veikur og æfði ekki í morgun en Pereira vonast til þess að hann verði búinn að jafna sig á mánudaginn.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 4 | 3 | 0 | 1 | 9 | 1 | +8 | 9 |
2 | Tottenham | 4 | 3 | 0 | 1 | 8 | 1 | +7 | 9 |
3 | Liverpool | 3 | 3 | 0 | 0 | 8 | 4 | +4 | 9 |
4 | Bournemouth | 4 | 3 | 0 | 1 | 6 | 5 | +1 | 9 |
5 | Chelsea | 4 | 2 | 2 | 0 | 9 | 3 | +6 | 8 |
6 | Everton | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
7 | Sunderland | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
8 | Crystal Palace | 4 | 1 | 3 | 0 | 4 | 1 | +3 | 6 |
9 | Newcastle | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 3 | 0 | 5 |
10 | Fulham | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 4 | -1 | 5 |
11 | Man Utd | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 | 4 | 0 | 4 |
12 | Brentford | 4 | 1 | 1 | 2 | 5 | 7 | -2 | 4 |
13 | Brighton | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 6 | -2 | 4 |
14 | Nott. Forest | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 8 | -4 | 4 |
15 | Leeds | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 | 6 | -5 | 4 |
16 | Man City | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 | 4 | +1 | 3 |
17 | Burnley | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 | 6 | -2 | 3 |
18 | West Ham | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 11 | -7 | 3 |
19 | Aston Villa | 4 | 0 | 2 | 2 | 0 | 4 | -4 | 2 |
20 | Wolves | 4 | 0 | 0 | 4 | 2 | 9 | -7 | 0 |
Athugasemdir