Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 08:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrick N'Koyi: Það býr miklu meira í mér
Vill spila á Íslandi á komandi tímabili
Patrick N'Koyi.
Patrick N'Koyi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Patrick N'Koyi hefur áhuga á því að spila á Íslandi á komandi keppnistímabili.

N'Koyi lék með Grindavík í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. Hann lék átta leiki í deild og skoraði eitt mark, en hann yfirgaf félagið í janúarglugganum.

N'Koyi er þrítugur sóknarmaður sem ólst upp í Hollandi. Hann lék meðal annars með FC Eindhoven og Fortuna Sittard í Hollandi og einnig hefur hann leikið Rúmeníu, Skotlandi og Tælandi. Hann var síðast á mála hjá KSK Hasselt í Belgíu.

Hann vill leika á Íslandi næsta sumar, hann telur sig geta gert betur en síðasta sumar.

„Það býr miklu meira í mér en það sem þið hafið séð. Ég tel mig hafa eitthvað að sanna hérna," segir N'Koyi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner