Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 17. febrúar 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Króatískur varnarmaður segist hafa hafnað boði Liverpool
Caleta-Car þakkar Ragnari Sigurðssyni fyrir leikinn eftir leik Króatíu og Íslands á HM.
Caleta-Car þakkar Ragnari Sigurðssyni fyrir leikinn eftir leik Króatíu og Íslands á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatíski varnarmaðurinn Duje Caleta-Car, sem leikur með Marseille í Frakklandi, hefur greint frá því að hann hafnaði boði frá Liverpool í janúar.

Liverpool var mikið orðað við Culeta-Car á gluggadeginum þegar liðið var í leit að miðverði.

Caleta-Car var sagður hafa mætt út á flugvöllinn í Marseille og verið tilbúinn í að fljúga með einkaþotu til Englands. The Telegraph sagði frá því.

Hann segist sjálfur hafa fengið boð um að ganga til liðs við Liverpool en sjálfur ákveðið að vera áfram.

„Ég fékk tilboð frá Liverpool. Það var heiður fyrir mig að þannig félag vildi fá mig. Við ákváðum í samráði við félagið að ég myndi vera áfram. Marseille er líka frábært félag og ég á enn mikið eftir að bæta mig," sagði Culeta-Car.

Liverpool endaði með tvo miðverði á gluggadegi, þá Ben Davies og Ozan Kabak.
Athugasemdir
banner
banner
banner