Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fös 17. febrúar 2023 20:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Blikar náðu fram hefndum gegn FH
Stefán Ingi kominn með þrjú mörk í Lengjubikarnum.
Stefán Ingi kominn með þrjú mörk í Lengjubikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn kom sínum mönnum í forystu.
Fyrirliðinn kom sínum mönnum í forystu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 3-1 FH
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson úr víti ('9)
2-0 Stefán Ingi Sigurðarson ('21)
2-1 Vuk Oskar Dimitrijevic ('36)
3-1 Björn Daníel Sverrisson sjálfsmark ('42)


Breiðablik og FH áttust við í riðli 2 í A deild Lengjubikarsins í kvöld.

Liðin mættust fyrir einni og hálfri viku síðan í úrslitaleik Þungaviktarbikarsins þar sem FH valtaði yfir Blika 4-0.

Blikar voru hins vegar ekki lengi að ná forystunni í kvöld en Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr víti á 9. mínútu en Blikar fengu vítið eftir að boltinn fór í hönd Ólafs Guðmundssonar.

FH var sterkari aðilinn eftir markið og fékk tvö fín færi til að jafna metin en Stefán Ingi Sigurðarson refsaði FHingum og kom Blikum í 2-0 eftir hraða skyndisókn.

Vuk Oskar Dimitrijevic minnkaði muninn fyrir FH þegar hann stýrði boltanum snyrtilega í netið.

Blikar gerðu út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks þegar FH skoraði klaufalegt sjálfsmark. Úlfur Ágúst Björnsson ætlaði þá að hreinsa frá en það fór ekki betur en svo að boltinn hafnaði í andlitinu á Birni Daníel og fór þaðan í netið.

Síðari hálfleikur var nokkuð lokaður og mörkin urðu ekki fleiri. Selfoss vann 1-0 sigur á Leikni í sama riðli. Blikar eru á toppnum með fullt hús eftir þrjá leiki. FH í 2. sæti með þrjú stig og Selfoss með þrjú. Leiknir er án stiga eftir einn leik.

Í riðli þrjú fóru fram tveir markaleikir. Njarðvík fór létt með Gróttu 3-0 og Fram lagði Aftureldingu 4-3. Afturelding komst í forystu en Fram svaraði með fjórum mörkum í röð áður en Afturelding klóraði í bakkann með tveimur mörkum.

Selfoss 1-0 Leiknir R.
1-0 Gonzalo Zamorano

Afturelding 3-4 Fram
1-0 Ásgeir Marteinsson
1-1 Magnús Þórðarson
1-2 Guðmundur Magnússon
1-3 Delphin Tshiembe
1-4 Guðmundur Magnússon
2-4 Ríkharður Smári Gröndal
3-4 Breki Freyr Gíslason

Njarðvík 4-0 Grótta
1-0 Oumar Diouck (víti)
2-0 Oumar Diouck
3-0 Magnús Magnússon
4-0 Magnús Magnússon

Þróttur R. 1-2 Keflavík

Mörk Keflavíkur: Nacho Heras (víti) og Jóhann Þór Arnarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner